Ísland ekki í nútímanum

Grein tengd frétt: Síminn lokar á deildu.net

Ekki skrifað undir nafni vegna ástæðna!

 

Ég tel þetta vera hin mest heimskulegasta leið til að fá fólk til að hætta að fara á Torrent síður. Það er augljóst að sjá afhverju fólk fer til þessara síðna eða annara til að ná í efni sem við viljum komast að.

Þegar kemur að forritum þá hef ég ekkert að segja. Við vitum að það er mjög auðvelt að komast að tölvuleikjum og það á ódýru verði. En við erum að tala um sjónvarpsþætti og bíómyndir hér!

Ísland er ennþá mjög eftirá með að breyta lögum og reglum til að aðlagast nútímanum og bjóða uppá auðveldan aðgang að vefsíðum sem bjóða uppá þetta efni á einfaldan hátt. Vefsíður eins og Netflix, Hulu, og fleiri, eru mjög gott dæmi um síður sem fylgja nútímanum að mestu leyti.

Gleymdu því að gefa upp Filma.is ! eða aðra V.O.D. aðganga. VOD er hörmuleg leið til að selja efni og jafnvel verra þegar hver þáttur eða bíómynd kostar offjár!

Það er engin lygi að mörg þúsund Íslendingar borga fyrir Netflix hvern mánuð til þess eins að komast að því efni sem þau vilja, en Netflix er eina vefsíðan sem fólk veit um að loki ekki á fólk utan þeirra ríkja sem eru í boði. Að auki býður Netflix ekki uppá allt það efni sem fólk vill komast að, svo þar með verður fólk að finna aðrar leiðir.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Þegar einhver vill ekki fylgja nútímanum og leyfa fólki að búa til vefsíðu sem býður uppá íslenskt efni á mjög svipaðan hátt, með mánaðargjaldi, og jafnvel keppast á um hverjir bjóði uppá betri þjónustu;

Þá þarf fólk að fara þá leiðir að brjóta gegn hlutleysi á netinu og banna fólki aðgang að því efni sem það vill? Ef þetta fólk hefur eitthvað vit í hausnum, þá ættu þau að vita að þessi aðferð færir fólk til að fara dýpri leiðir til að komast að því sem þau vilja. Við skulum ekki fara í það að fólk noti önnur forrit og deila leynilega á milli sín nafnlausa linka til að komast að því sem þau vilja.

Já fólk frekar brýtur lög heldur en að fylgja græðgi fárra einkaaðila!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband