Marijuana og Ísland

Tengt frétt: Heimilað að reykja Marijuana í Alaska

Frumbyggjar í Alaska hafa nokkuð rétt fyrir sér en átta sig ekki á því að góðar upplýsingar um bæði hættur og óhættur eiturlyfja hjálpa miklu betur en að banna notkun þeirra og gefa engar upplýsingar um þau.

Upplýsingarnar um Marijuana eru enn þann daginn í dag byggðar á áróðri og fordómum. Alltof fáir af því fólki sem ég þekki í mínu hverfi hafa skilning á góðu eiginleikum og vondu eiginleikum Marijuana.

Það eru þúsundir af plöntum til. Hluti af þeim eru sérstaklega hannaðar fyrir fólk sem vill komast í vímu, og geta verið ávanabindandi (sérstaklega ef blandað með tóbaki). Annar hluti af þeim eru hannaðar með læknislega eiginleika í hug, og þær eru minna ávanabindandi.

Ég er glaður að æ fleiri ríki í USA eru að leyfa meir og meir notkun á þessu lyfi og opnar það meir fyrir fólk sem vill geta framleitt plöntur í læknisskyni. Á meðan stóri og flotti hægri íhaldsflokkurinn reynir að bæta tengsli sín við Bandaríkin, halda Íslendingar áfram íhaldssemi sinni og eru á móti breytingum og nýjum hlutum...

Hvenær ætlar fólk að læra?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband