Eins og lítil börn

Tengt frétt: Lotfslagsaðgerðir í hættu

 

Fólk í Murica virðast vera eins og lítil börn sem hugsa um eigin hagsmuni og gefa skít í allt sem bítur á móti því sem þau trúa fyrirfram að sé rétt, þá er ég að meina að fólk telur sér trú um eitthvað fyrirfram og lokar eyrunum fyrir öllu sem styður ekki þeirra eigin ákvörðun. Þau treysta á yfirvald í sínum trúarflokki og engum öðrum, jafnvel þó að sannleikurinn standi beint fyrir framan þau.

Repúblikanar í Bandaríkjunum búa til allskonar rök gegn einhverju sem styður ekki þeirra eigin fyrirfram ákveðna trú. Flest rökin sem þau koma með hafa líftíma í um þrjú ár í mesta lagi. Á þremur árum geta pólar og veður litið út fyrir að kólna, en það er eingöngu vegna þess að allir hafstraumar og loftstraumar eru undir miklu álagi vegna hækkunar á meðalhita. Þegar litið er til fimmtíu ára eða meir, þá sér fólk raunverulegar breytingar.

Þegar röksemdir og staðreyndir fyrir einhverju eru óumflýjanlegar og vísindamenn hafa búið til kenningar til að útskýra hvernig það virkar, afhverju að neita sannleiknum? Ég tel það vera heilaþvottur til að trúa goðsögnum og tilfinningar til að hræðast valdi. En hvað veit ég?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband